Um okkur

HG Lögmenn er í eigu Harðar Guðmundssonar lögmanns. Hörður hefur víðtæka reynslu af lögfræðilegri ráðgjöf auk viðamikillar reynslu úr viðskiptalífinu. Hörður hefur m.a. starfaði í fjármálageiranum á Íslandi sem og erlendis auk þess að hafa starfaði við fjármálastjórnun.

HG Lögmenn annast víðtæka hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína og veitir þeim ráðgjöf um lagalegan rétt sinn auk þess að sækja hann eða verja með samningaleiðinni þegar hún er fær en málflutningi fyrir dómstólum þegar á þarf að halda.

Eigendur stofunnar hafa þá hugsjón að það séu grundvallarréttindi alls fólks að vera jafnt fyrir lögum og hafa aðgang að vandaðri þjónustu til þess að þekkja lögbundinn rétt sinn og standa á honum.


HG Lögmenn veita faglega og vandaða ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Stofan aðstoðar bæði innlend og erlend fyrirtæki, einstaklinga, félög, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög.

Resume