Helstu starfssvið

Félagaréttur

Lögmenn HG Lögmanna hafa um langt árabil veitt einstaklingum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf á sviði félagaréttar. Félagaréttur er þungamiðja og undirstaða þeirrar þjónustu sem HG Lögmenn veita. Starfsemi okkar felst meðal annars í að stofna og slíta félögum, undirbúa og stýra hluthafafundum, veita ráðgjöf til stjórna, ráðgjöf um stjórnarhætti, starfskjarastefnur og svo framvegis.

Justice

Samrunar og yfirtökur

Lögmenn HG Lögmanna hafa aðstoðað við fjölmargar yfirtökur og samruna fyrirtækja á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Mikilvægi faglegrar ráðgjafar á þessu sviði verður seint ofmetið þar sem oftar en ekki þarf að taka mið af flóknum lagareglum. Aðstoð HG Lögmanna felur í sér nána samvinnu og ráðgjöf við viðskiptamenn, allt frá fyrstu hugleiðingum um viðskipti þar til kaup, sala eða samruni er í höfn. Þar á meðal er gerð áreiðanleikakannana, tilboðs- og samningagerð auk fjármögnunarsamninga.

Í tengslum við samruna og yfirtökur þarf oft leyfi opinberra aðila, s.s. samkeppnisyfirvalda eða annarra eftirlitsstofnana.


Lögmenn HG Lögmanna hafa einnig unnið að fjölda verkefna fyrir seljendur fyrirtækja. Má í því sambandi nefna verkefni á borð við mat á söluaðferðum, áreiðanleikakannanir, undirbúning sölugagna auk vinnu við ítarlegar útboðslýsingar.

Sérfræðingar HG Lögmanna hafa þannig yfir að ráða víðtækri þekkingu á flestum sviðum atvinnulífsins og hafa komið að mörgum stærri samningum um yfirtökur og samruna fyrirtækja á undanförnum árum. Þessi þekking og reynsla tryggir að hagsmuna viðskiptamanna okkar sé gætt í hvívetna.

Papers

Samkeppnisréttur

HG Lögmenn veitir fjölþætta ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Má þar nefna ráðgjöf við samrunatilkynningar og hagsmunagæslu vegna mála sem eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu, svo sem mál sem varða meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu og meint ólögmætt samráð.

Checking Text on a Document

Skattaréttur

Lögmenn HG Lögmanna hafa um langt árabil veitt fyrirtækjum alhliða ráðgjöf á sviði skattaréttar, sem og stýrt kennslu í skattarétti á háskólastigi. 


Sérfræðingar HG Lögmanna veita ráðgjöf um íslenskt skattaumhverfi. Þá veita lögmenn HG Lögmanna aðstoð í samskiptum við skattyfirvöld varðandi túlkun laga og alþjóðlegra samninga. Þeir sjá einnig um kærur skattamála á stjórnsýslustigi og málflutning fyrir dómstólum.

Insurance Agent

Fasteignakauparéttur

Lögmenn HG Lögmanna hafa umtalsverða reynslu af því annast hagsmunagæslu fyrir bæði seljendur og kaupendur í fasteignakaupum vegna vanefnda samkvæmt lögum nr. 40/2002 um fasteignakaup, s.s. vegna galla og greiðsludráttar. Við sölu fasteigna getur einnig reynt á skaðabótaábyrgð löggiltra fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa, en á þeim hvíla víðtækar skyldur m.a. varðandi söluyfirlit og upplýsingaöflun.
Fasteignakaup eru umfangsmiklar fjárfestingar og miklir hagsmunir fólgnir í því að vel takist til. Lögmenn HG Lögmanna hafa víðtæka þekkingu á öllum þeim lagaúrræðum sem hægt er að beita vegna vanefnda í fasteignakaupum og skaðabótaskyldrar háttsemi af hálfu löggiltra fasteignasala og fagaðila sem koma að húsbyggingum.
Helstu verkefni:
Hagsmunagæsla fyrir kaupendur og seljendur fasteigna vegna vanefnda samkvæmt lögum nr. 40/2002, s.s. vegna galla, afhendingardráttar, greiðsludráttar o.fl.
Hagsmunagæsla vegna skaðabótaábyrgðar löggiltrar fasteignasala
Hagsmunagæsla vegna skaðabótaábyrgðar fagaðila sem koma að húsbyggingum, einkum byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara
Hagsmunagæsla gagnvart vátryggingafélögum vegna lögboðinna starfsábyrgðartrygginga löggiltra fasteignasala og fagaðila sem kom að húsbyggingum

Key in the Lock_edited.jpg

Gjaldþrotaréttur

Við höfum umfangsmikla reynslu af skiptum þrotabúa og í að gæta að hagsmunum kröfuhafa.

Networking Event

Vinnumarkaðsréttur

HG Lögmenn veitir fyrirtækjum ráðgjöf á sviði vinnumarkaðsréttar, svo sem við gerð ráðningarsamninga, uppsetningu kaupréttaáætlana, bónuskerfa, gerð starfskjaraáætlana og í tengslum við uppsagnir. HG Lögmenn hafa umtalsverða reynslu í gerð flóknari ráðningarsamninga við æðstu stjórnendur fyrirtækja.

Smiling Handshake

Stjórnsýsluréttur

Lögmenn HG Lögmanna hafa reynslu á sviði stjórnsýsluréttar, bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem og stjórnvöldum sjálfum. Verkefnum á þessu sviði fer hratt fjölgandi enda verður regluverk stjórnsýsluréttarins sífellt viðameira og einstaklingar og lögaðilar meðvitaðri um rétt sinn.
Á sviðinu er að finna sérþekkingu á öllu regluverki stjórnsýsluréttarins, hvort sem um er að ræða ráðgjöf eða rekstur ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum og/eða dómstólum.

Abstract Bridge

Frumkvöðlar og nýsköpun

Sprotafyrirtæki þurfa almennt á talsverðri lögfræði þjónustu að halda. HG lögmenn hafa mikla reynslu af því að veita sprotafyrirtækjum slíka þjónustu, m.a. varðandi kaupréttarkerfi, samningagerð við fjárfesta, hlutafjáraukningar, gerð breytanlegra skuldabréfa, hönnunar og einkaleyfavernd, o.s.frv.

Coffee and Magazines